Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1538 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldur heitur?

Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir: Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi ...

category-iconVísindavefur

Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?

Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heita gulu flugurnar sem sjást oft í kúamykju og hvað eru þær að gera í skítnum?

Gulu loðnu flugurnar sem sitja oft í miklum fjölda á mykjuskán í haga heita mykjuflugur (Scathophaga stercoraria). Þessar gulu eru karlflugurnar, en með þeim á skítnum eru kvenflugur sem minna fer fyrir, enda grænmóskulegar og falla betur að umhverfinu. Reyndar er breytileikinn mikill, bæði hvað stærð og skýrleika...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?

Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. S...

category-iconVeðurfræði

Hver eru talin vera áhrif hlýnunar jarðar á veðurfar á Íslandi?

Sumir hefðu kannski haldið að þessi spurning væri óþörf af því að hlýnunin verði jafnmikil alls staðar og áhrif hennar þau sömu. En svo er alls ekki því að rannsóknir sýna glöggt að hlýnun er og verður mismikil eftir stöðum á jörðinni. Auk þess hefur sama hlýnun (í gráðum talið) gerólík áhrif eftir því hvort við e...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

category-iconHugvísindi

Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?

Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?

Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?

Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið sýnt okkur fleiri myndir af ljóssúlunni hennar Yoko Ono í Viðey?

Um ljóssúluna í Viðey er fjallað ýtarlega í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey? Þar kemur meðal annars fram að að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni sem ljósið frá friðarsúlunni hennar Yoko Ono drífur. Ef við erum með nógu góð tæk...

category-iconHugvísindi

Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?

Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?

Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...

category-iconLæknisfræði

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?

Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...

category-iconHugvísindi

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...

Fleiri niðurstöður