Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?

Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...

category-iconLandafræði

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?

Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?

Fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu, Apollo 11, lagði af stað frá jörðu 16. júlí 1969. Þremur dögum og tæpum fjórum klukkustundum seinna var hann kominn á braut um tunglið og degi seinna lenti hann á yfirborðinu. Hinir Apollo-leiðangrarnir fimm sem náðu til tunglsins (Apollo 12 og Apollo 14-17)...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?

Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus. Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að n...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...

category-iconLögfræði

Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?

Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sín...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15. Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennaraf...

category-iconUmhverfismál

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?

Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?

Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir: Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?

Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Falla ritreglur undir málfræði?

Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar. Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?

Magnús Árni Skjöld Magnússon er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða. ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?

Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu, það er að segja á þeim samfélagsgerðum og menningu sem tók að skjóta rótum á Vesturlöndum á 18. öld. Í doktorsritgerð sinni...

Fleiri niðurstöður