Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7538 svör fundust
Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist ...
Hvernig er best að kenna venjulegum páfagauki að tala?
Hér eru góð ráð til þess að fá páfagauk til að tala: Best er að byrja á að segja „Góðan daginn“ á hverjum morgni við gaukinn þegar hann er 4-6 mánaða gamall. Mundu samt að sumir páfagaukar eru fljótari en aðrir að byrja að tala. Haltu fuglinum að munninum þínum þegar þú kennir honum að tala svo að þú fáir athy...
Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...
Hvað er í vændum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í vændum... enn eitt af þessum torkennilegu „bara í þessu orðasambandi“ orðum, sem við notum og skiljum kannski frasann í heild en vitum (almennt) ekkert um það eitt & sér ... hvað er þetta orð? Vændir? Kvenkynsorðið vænd merkir ‘von, horfur, líkindi’ og orðasambandið vera í væ...
Hvernig er staðið að gjafagerningi á fasteign?
Gjafagerningar eru ein gerð samninga. Samningar geta haft nánast hvaða form sem er, allt frá einhliða munnlegum loforðum eins og til dæmis 'ég skal gefa þér þennan bíl hérna', til flókinna skriflegra samninga sem yfirleitt krefjast samþykkis beggja eða allra aðila. Um gjafagerninga á fasteignum gilda ákveðin l...
Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Er löglegt að sýna auglýsingar í miðjum þáttum í sjónvarpsdagskrá á Íslandi?
Á undanförnum árum hefur framboð efnis í útvarpi og sjónvarpi stóraukist og er nú mikið, oft heldur meira en eftirspurnin. Með aukinni samkeppni hefur baráttan harðnað á markaðnum fyrir útvarps- og sjónvarpsefni og ljósvakamiðlar keppast við að ná sem flestum hlustendum og áhorfendum. Um útvörpun á ljósvakaefni...
Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta?
Gjaldtakan sem slík er heimiluð með 3. og 4. málsgrein 11. greinar höfundalaga nr. 73/1972, eins og þeim var breytt með lögum nr. 60/2000, en þær hljóða svo:Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til ein...
Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?
Í svari Birgis Urbancics Ásgeirssonar við spurningunni Hvað er eigintíðni? segir:Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, mass...
Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?
Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?
Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn. Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnaf...
Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?
Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn. Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem...
Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?
Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur. Ljóst er að þegar svo mikill...