Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1769 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...

category-iconLæknisfræði

Hvað er meðgöngueitrun og hvað veldur henni?

Allar þungaðar konur þurfa að láta mæla reglulega blóðþrýsting og magn eggjahvítuefna í þvagi. Þetta er gert til að fylgjast með því hvort konan fái meðgöngueitrun. Enn er ekki vitað hvers vegna um það bil ein af hverjum tíu konum fá meðgöngueitrun. Þess ber þó að geta að einungis ein af hverjum hundrað þunguð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?

Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?

Upprunalega spurningin var: Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur? Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem m...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist í kransæðakerfi líkamans við mikla áreynslu?

Orkuþörf líkamans er breytileg og gerir kröfur til hjartans um síbreytileg afköst. Kransæðakerfið þarf að geta brugðist hratt við aukinni orkukröfu hjartans með meira blóðflæði. Við það eitt að fara úr hvíldarstöðu í mikla áreynslu getur blóðflæðið 5-6 faldast í heilbrigðu kransæðakerfi. Lífeðlisfræði kransæða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?

Upprunalega spurningin var: Vitið þið hvar er hægt að finna landsnigla með skel eins og garðabobba? Nokkrar tegundir landsnigla með skel eða kuðung finnast á Íslandi, en sniglafánan hérlendis er ekki mjög fjölbreytt. Líklega eru ástæðurnar fyrir því að landið er einangrað, kalkskortur í jarðvegi og svalt lo...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni. Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna. Nokkrar greinar hafa b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?

Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...

category-iconLífvísindi: almennt

Í hvaða landi eru flest tré?

Skóglendi þekur um 30% af þurrlendi jarðar. Samkvæmt niðurstöðum viðamikils verkefnis sem fólst í að kortleggja þéttleika skóga í heiminum og meta fjölda trjáa er talið að heildarfjöldi trjáa á jörðinni séu um 3,04 billjónir. Áætlað er að í heiminum séu um 3,04 billjónir trjáa, þar af rúmlega 20% í Rússlandi þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?

Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún. Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?

Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?

Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...

Fleiri niðurstöður