Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3470 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Eftir hvaða Elliða eru Elliðaár nefndar?

Elliði sá sem Elliðaár eru nefndar eftir var skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns. Í Landnámu segir: Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar. Hann átti Helgu dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá [þ.e....

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?

Nóbelsverðlaunin í efnafræði (eðlisefnafræði) árið 2014 féllu í skaut þriggja vísindamanna. Þeir eru Eric Betzig vísindamaður við Janelia-rannsóknastöð Howard Hughes-stofnunarinnar fyrir læknisfræði í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Stefan W. Hell vísindamaður og forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar fyrir lífeðl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?

Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?

Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tu...

category-iconEfnafræði

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?

Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?

Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:Mandarínska (kínverska) 874 milljónirHindí 366 milljónirEnska 341 milljónSpænska 323 milljónirBengalí 207 milljónirPortúgalska 176 milljónirRússneska 167 milljónirJapanska 125 milljón...

category-iconTrúarbrögð

Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Samkvæmt laga...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...

category-iconNæringarfræði

Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?

Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru glitský?

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...

category-iconVísindafréttir

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...

category-iconHagfræði

Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?

Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...

Fleiri niðurstöður