Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8494 svör fundust
Hvað er Banach-Tarski-þverstæðan?
Banach-Tarski-þverstæðan er setning í rúmfræði eftir stærðfræðingana Stefan Banach (1892 - 1945) og Alfred Tarski (1901 - 1983). Hún segir að hægt sé að skipta kúlu upp í endanlega marga hluta, færa hlutana til og snúa þeim án þess að breyta lögun þeirra eða stærð, og setja þá saman á nýjan leik þannig að út komi ...
Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?
Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...
Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?
Bótúlíneitur (e. botulinum toxin) er taugaeitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Bakterían vex aðeins í súrefnissnauðu umhverfi, en myndar hitaþolin dvalagró við óhagstæðar aðstæður. Bótúlín er eitt af aleitruðustu efnum sem þekkjast, en einungis 1-2 ng/kg sprautað í vöðva eða æð, nægja til a...
Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?
Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyss...
Hvað varð um Manna, bróður Jóns Sveinssonar (Nonna)?
Nonnabækur Jóns Sveinssonar (1857-1944) komu út á árunum 1913-1944 og eru tólf talsins. Bækurnar fjalla um ævintýri Jóns Sveinssonar og ferðalög hans, bæði á æsku- og fullorðinsárum. Aðalpersónan er Nonni sjálfur en Manni, yngri bróðir Nonna, leikur einnig stórt hlutverk. Þetta á einkum við um bókina Nonni og Mann...
Er minna súrefni í heitu lofti en köldu?
Spurninguna má skilja á fleiri en einn máta. Ef við erum til dæmis að hugsa um loft inni í herbergi (það er í ákveðnu rúmmáli) þegar hitastigið er annars vegar -10°C og hins vegar þegar hitastigið er 40°C þá er heildarfjöldi sameinda meiri við lægra hitastigið ef loftþrýstingurinn er sá sami. Mismunurinn er um það...
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Hve mikið af pappír fæst úr einu meðalstóru tré?
Þar sem tré eru misstór er erfitt að segja hve mikill pappír kemur úr einu tré. Ef við tækjum hinsvegar einn faðm af höggnum viði (3,6 rúmmetra), þá gefur það tæpar 90.000 blaðsíður af bókapappír, eða 3375 eintök af 28 blaðsíðna Fréttablaði. Notkun á pappír í heiminum er komin upp í 268 milljónir tonna á ár...
Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?
Tunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færa...
Hvað er eins karats demantur þungur?
Eins karats demantur er 200 milligrömm. Punktakerfi er einnig notað til að lýsa þyngd demanta en einn punktur jafngildir 0,01 karati. Þyngsti demantur sem hefur fundist var kallaður Cullinan. Hann fannst árið 1905 í Transvaal í Suður-Afríku og var 3.106 karöt eða rúm 600 grömm. Demanturinn var síðar skorinn nið...
Úr hverju eru pinnarnir á örgjörvum?
Pinnarnir á örgjörvum eru tenging þeirra við móðurborðið og þar með við aðra hluta tölvunnar. Þeir sem til þekkja vita að pinnarnir eru gulllitaðir og ef til vill vakir fyrir spyrjanda að komast að því hvort um raunverulegt gull sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Intel, sem framleiðir meðal annars örgjörvann ...
Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna? Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, ...
Hver er munurinn á bensíni og dísilolíu?
Bæði bensín og dísilolía eru unnin úr hráolíu og þegar hráolía er hreinsuð fæst einnig úr henni flugvélabensín, jarðgas og tjara sem notuð er í malbik. Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að vinna einn lítra af bensíni. Það er hægt að búa til bensín með aðferðum efnafræðinnar en til þess þarf eiginlega jafnmi...
Hvað eru punktar í lánum?
Hugtakið punktur er notað í fjármálaheiminum til að tákna einn hundraðasta úr einu prósenti, það er 0,01%. Vaxtakjör eru oft tilgreind sem tiltekið álag ofan á eitthvert viðmið og álagið þá gefið upp í punktum. Til dæmis gæti lán í evrum verið veitt með 50 punkta álagi ofan á þá vexti sem bönkum bjóðast í evru...
Hvað getið þið sagt mér um herskipið Bismarck?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig sökk herskipið Bismarck?Hvar sökk herskipið Hood? Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarck...