Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5292 svör fundust
Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...
Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?
Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt. Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru sí...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á. Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slá...
Hvers vegna er flaggað í hálfa stöng?
Á Íslandi er flaggað í hálfa stöng á sorgarstundum. Á meðan jarðarför fer fram er fáninn í hálfa stöng á meðan að jarðarförin stendur yfir en að athöfn lokinni skal fáninn dreginn að húni og blakta þar til sólarlags. Á ensku er talað um að flaggað sé í half mast eða í hálft mastur þegar fáni er dreginn í há...
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Er ál að finna í einhverjum matvælum?
Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig töluverðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upptöku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo se...
Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?
Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...
Er hægt að frysta eld?
Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...
Hvernig er best að tína ánamaðka?
Án nokkurs efa er farsælast að tína ánamaðka á nóttunni þegar rignir. Verður það auðveldara eftir því sem rigningin er meiri og jarðvegurinn verður gegnsósa. Eins og áður hefur komið fram hér á Vísindavefnum, (í svari Jóns Más Helgasonar við spurningunni Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rign...
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?
Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...
Af hverju festast köngulær ekki í sínum eigin vef?
Ekki spinna allar köngulær (Araneae) vefi, föruköngulær eltast til dæmis við bráð sína. En þegar fylgst er með vefkönguló sést vel hversu auðveldlega hún ferðast um vef sinn án þess að festast í honum, ólíkt flugunum sem hún veiðir í hann. Því er von að mörgum leiki forvitni á að vita hvers vegna hún festist ekki ...
Hvað er UML?
UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar. Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann ...
Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?
Talað er um skuldsett kaup á fyrirtæki (e. leveraged buyout) þegar kaupendur leggja ekki fram nægt eigið fé til að kaupa allt hlutafé þess á markaðsvirði. Til að greiða fyrri eigendum fyrir hlutaféð þarf því að koma til lánsfé. Ýmist taka kaupendurnir sjálfir lán eða þeir láta fyrirtækið sem þeir voru að eignast t...