Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju er smekkur manna mismunandi?
Segja má að í Evrópu sé ekki farið að nota hugtakið “smekkur” í fagurfræðilegri merkingu fyrr en á 18. öld (á Íslandi vart fyrr en um miðja 19. öld). Hugmyndir um smekk uxu upp úr kenningum um innra fegurðarskyn. Þekktustu rit um þessi efni eru ritgerð Humes um smekkvísi, On the Standard of Taste (1757), og rit Ka...
Er hægt að greina bein áhrif fjölmiðla á hegðun fólks?
Á sunnudagskvöldi, þann 30. október 1938 (kvöldið fyrir hrekkjavöku, e. Halloween), flutti bandaríska útvarpsstöðin CBS leikritið Innrásina frá Mars (The War of the Worlds) sem byggt var á vísindaskáldsögu H. G. Wells (1866-1946). Að leikgerðinni stóðu Orson Welles (1915-1985), sem síðar varð frægur kvikmyndaleiks...
Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...
Hvernig verka brúnkukrem?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...
Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...
Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?
Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna-Lind Pétursdóttir rannsakað?
Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að úrræðum fyrir börn með sérþarfir ásamt þjálfun skólastarfsfólks og foreldra í beitingu þeirra. Rannsóknirnar hafa sérstaklega falið í sér þróun og mat á áhrifum aðferða til að stuðla að fra...
Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er vitað hversu mikið, ef eitthvað, sjávarstaða við Ísland hefir hækkað s.l. 30 ár? Hér er einnig svarað spurningunni:Af hverju er yfirborð sjávar að hækka? Sjávarstaða á jörðinni hækkar vegna hlýnunar jarðar. Við hlýnunina bráðna jöklar og leysingarvatn úr þeim r...
Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?
Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...
Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?
Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...
Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?
Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...
Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?
Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...
Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?
Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...
Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?
Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...