Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3519 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...

category-iconHagfræði

Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?

Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Vilhjálmur Tell?

Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss. Stytta í bænum Altdorf í Sviss þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru interferón?

Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem st...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...

category-iconNæringarfræði

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?

Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér hver þjóðardýrin eru í flestum löndum heims?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvert er þjóðardýr Íslands og af hverju? Þjóðir heims eiga sér öll einhver þjóðartákn, ýmist lögformleg eða óformleg. Þessi tákn geta til dæmis endurspeglað eða vísað til sjálfsmyndar þjóðarinnar, sögu hennar, menningar eða náttúru. Þjóðartáknin eru til að mynda fáni, þjóðsöng...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?

Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...

category-iconHugvísindi

Hvað einkenndi kirkjuna og kristni á Íslandi á miðöldum?

Miðaldakristnin hér á landi var kaþólsk kristni á borð við þá sem var að finna um gjörvalla Evrópu. Kaþólska kirkjan er þó ekki eins um allan heim nú á dögum og var það enn síður á þessum fornu tímum þegar erfitt var að koma á miðstýringu og stöðlun. Við kristnitöku hér var tekið við hinni almennu, kaþólsku m...

category-iconEfnafræði

Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?

Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljóni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?

Talið er að í heilbrigðum einstaklingi séu um það 1013 frumur en 1014 bakteríur. Bakteríurnar í okkur eru því um 10 sinnum fleiri en frumurnar! Bakteríur lifa bæði í og á líkamanum. Flestar bakteríur eru í meltingarveginum en meðal annarra staða þar sem bakteríur þrífast vel eru munnur, nef, húð og kynfæri. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

category-iconHugvísindi

Af hverju varð Hollywood miðstöð kvikmyndabransans í heiminum?

Þetta eru í raun tvær spurningar. Í fyrsta lagi, hvers vegna urðu Hollywood og Kalifornía miðja bandarísks kvikmyndaiðnar? Og í öðru lagi, hvers vegna varð bandarísk kvikmyndagerð ráðandi í heiminum? Fyrsta miðstöð bandaríska kvikmyndaiðnaðarins var New York auk þess sem nokkur stór framleiðslufyrirtæki áttu s...

Fleiri niðurstöður