Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 995 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum. MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?

Lengi vel var talið að þegar hundar hittust og þefuðu af endaþarmi hvor annars væru þeir að heilsast. En líklega á þetta háttalag sér aðra og margþættari skýringu. Hundar hafa tvo kirtla við endaþarmsopið. Þeir seyta efnasamböndum sem tengjast beint hormónastarfsemi hundanna. Lyktin sem berst frá kirtlunum veit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?

Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að gera dauðaleit að einhverju?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið „að gera dauðaleit“ að einhverju? Þegar einhver persóna skilar sér ekki heim á tilsettum tíma er yfirleitt fyrst farið að spyrjast fyrir um hana í nærumhverfi en síðan tekur við leit ef grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Fólk tekur si...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að fetta fingur út í eitthvað?

Einnig var spurt:Hvaðan kemur orðatiltækið 'að fetta fingur út í eitthvað'? Orðasambandið að fetta fingur út í eitthvað merkir að ‘gagnrýna eitthvað, finna að einhverju’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá fyrri hluta 18. aldar: Að þeim blístra menn og fetta fingur, hvar sem þeir verða á v...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?

Hægri og vinstri eru orð sem við notum yfir afstöðu hluta í umhverfinu til líkama okkar. Í Íslenskri orðabók (ritstjóri Árni Böðvarsson) segir um orðið hægri í þessari merkingu: ‘um þá hlið líkamans þar sem hjartað er ekki: h. fótur, h. hönd; um átt eða stefnu sem miðast við hægri hlið líkamans’. Vinstri er svo á ...

category-iconHugvísindi

Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?

Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...

category-iconHugvísindi

Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?

Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...

category-iconHugvísindi

Hvenær ríktu Rómverjar?

Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju getum við ekki drukkið sjó?

Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...

category-iconHugvísindi

Hvað var Austurlandahraðlestin?

Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri? Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einh...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil? Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvó...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig myndast föll í tungumálum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi? Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. ...

Fleiri niðurstöður