Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4725 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

category-iconNæringarfræði

Er sódavatn óhollt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er sódavatn óhollt? Hefur koltvísýringurinn slæm áhrif á líkamann?Ekki er vitað til þess að koltvísýringur úr kolsýrðum drykkjum hafi nein alvarleg áhrif á líkamann. Koltvísýringur breytist í kolsýru í lausn og sýrir þannig lausnina eitthvað, en í flesta gosdrykki er einnig ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig smitast riðuveiki?

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið b...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?

Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með. Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?

Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?

Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til or...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...

category-iconLögfræði

Er guðlast bannað með lögum?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er gólem?

Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið: Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7). Helgir menn voru sumir sagð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?

Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?

Grænn litur laufblaða stafar af litarefninu blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum laufblaðanna. Í grænukornunum fer ljóstillífun fram, en blaðgrænan gegnir þar lykilhlutverki. Önnur litarefni, svokölluð karótín, eru einnig til staðar í grænukornum og taka þátt í ljóstillífun. Plöntur eru mjög...

category-iconLandafræði

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?

Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

Fleiri niðurstöður