Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8768 svör fundust
Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku?
Orðin í dönsku og ensku sem vísað er til í spurningunni eru birthday og fødselsdag og í þýsku er notað orðið Geburtstag. Í íslensku er til samsvarandi orð sem er fæðingardagur en fyrri liðurinn í öllum þremur orðunum (birth, fødsel, Geburt) merkir einmitt „fæðing“. Orðið fæðingardagur kemur fyrir þegar í fornu mál...
Til hvaða heimsálfu teljast Hawaii-eyjar, Norður-Ameríku eða Eyjaálfu?
Hawaii telst landfræðilega til Eyjaálfu (heimsálfunnar Ástralíu eða Oceania) þó að eyjaklasinn sé hluti af ríkinu sem við köllum Bandaríki Norður-Ameríku. Þetta gerist á sama hátt og Grænland telst til Ameríku, Tyrkland norðan Hellusunds (Bosporus) telst til Evrópu og Síbería telst til Asíu þó að hún tilheyri ríki...
Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?
Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ...
Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?
Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...
Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?
Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...
Er til hálf hola? (svar 2)
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í...
Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?
Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu...
Hvað felst í umritun og afritun gena?
Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þan...
Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga á milli skyldra aðila og hver er réttarstaða þess sem gengst undir þannig samkomulag.Lagalegt gildi munnlegra samninga er almennt jafnt gildi skriflegra samninga. Um einstakar samningsgerðir geta verið reglur í lögum sem binda gildi...
Hver bjó til fyrsta snjóbrettið?
Að öllum líkindum fann enginn einn einstaklingur upp snjóbrettið. Margir gera tilkall til þess að hafa fundið það upp. Til eru að minnsta kosti tvær sögur af upphafi þess frá svipuðum tíma. Sú fyrri hljómar á þá leið að árið 1964 hafi Sherman Poppen, frá Michigan, búið til leikfang fyrir dóttur sína, svonefnd...
Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál?
Erfitt er að segja til um hver fyrstur notar eitthvert orð nema saga fylgi orðinu eins og dæmi eru um. Elsta dæmi um þjóðarsál í safni Orðabókar Háskólans er úr bréfi Valtýs Guðmundssonar til stjúpa síns árið 1910. Hann segir: „Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk.” Næsta dæmi er s...
Er álft og svanur sami fuglinn?
Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku. Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002. Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg me...
Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?
Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...
Hvað er kreppa?
Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað. Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þum...
Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? er fjallað um hlutverk veiðihára hjá dýrum. Hjá köttum gegna þau mikilvægu hlutverki við skynjun á umhverfinu, líkt og gildir um þreifara hjá skordýrum. Kettir hafa að meðaltali 12 hreyfanleg hár á hvorri hlið trý...