Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1130 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?

Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sól...

category-iconLögfræði

Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver eru skilyrðin til kosningaréttar? (Róbert)Í stjórnarskránni er að finna skilyrði þess að mega bjóða sig fram til þings eða embættis forseta Íslands.Í 4. grein stjórnarskrárinnar segir:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarrétta...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að taka greindarpróf á netinu og ef svo er á hvaða síðum?

Í venjulegum greindarprófum fær fólk spurningar sem það svarar með því að krossa við þann svarmöguleika sem það telur réttastan. Þegar búið er að svara öllum spurningum í prófinu er greindarvísitala reiknuð út. Flestir fá eitthvað í kringum 80-120, en 100 er meðalgreind. Meira um þetta er hægt að lesa í svari Heið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?

Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. B...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær?

Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar og hefur verið sóttur heim af yfir 200 milljón manns. Forsaga turnsins er að halda átti heimssýningu í París árið 1889 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá frönsku byltingunni, en byltingin gjörbreytti á sínum tíma stjórnkerfi Frakklands. Haldin var samke...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu hollir eru bananar?

Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki. Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?

Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu hratt fara norðurljósin þegar þau dansa sem hraðast um himinhvolfið?

Mælingar á norðurljósum gefa til kynna að hraði þeirra geti náð 100 m/s – 600 m/s í norður-suðurátt. Hraðinn í austur-vesturátt er að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri og getur náð um 4 km/s; einstaka mælingar sýna meira að segja hraða upp í 30 km/s. Flókið samspil rafsegulsviðs jarðar og sólvindsins stýrir bi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?

Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en ön...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti tannhvalur í heimi?

Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig hefur táknmálsmenntun heyrnarlausra verið háttað?

Framhaldsmenntun heyrnarlausra hefur aukist verulega síðan táknmál varð sýnilegra hér á Íslandi sumarið 1986. Það sumar var menningarhátíð fyrir heyrnarlausa á Norðurlöndunum haldin hér á Íslandi. Leikrit á táknmáli var flutt í Þjóðleikhúsinu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, talaði táknmál fy...

Fleiri niðurstöður