Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Hvernig er skyrgerillinn til kominn?
Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...
Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?
Rafmagnsgítar er gítargerð þar sem tónninn er magnaður upp með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Ólíkt venjulegum gítörum þjónar því kassi rafmagngítars ekki þeim tilgangi að magna upp hljóð og því getur lögun hans verið með ýmsu móti. Rafmagnsgítar náði fyr...
Er mikið C-vítamín í papriku?
Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...
Til hvers eru tárin?
Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars: Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. ...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum. Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ...
Hver eru þrjú stærstu núlifandi landdýrin?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríski gresjufíllinn (Loxodonta africana). Fullvaxnir tarfar verða að jafnaði um 6 tonn að þyngd en þekkt eru dæmi um mun stærri einstaklinga. Stærsti afríski fíllinn sem hefur verið felldur vó tæplega 13 tonn. Hann var drepinn í Angóla árið 1955. Næststærsta landdýrið er asíski ...
Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?
Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...
Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?
Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...
Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?
Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...
Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...
Fæðast börn um allan heim á hverri sekúndu eins og sagt er?
Að meðaltali fæðast rúmlega 4 börn á sekúndu einhvers staðar í heiminum. Mestar líkur eru á að þessi börn séu í Asíu þar sem meira en þriðjungur allra barna fæðist þar. Á sama tíma deyja að meðaltali tæplega 2 manneskjur. Það þýðir að á hverjum sólarhring fjölgar mannkyninu um rúmlega 200.000. Til samanburða...
Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?
Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...
Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...
Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?
Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...
Hvernig virka erfðapróf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...