Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1159 svör fundust
Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?
Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...
Hvernig er best að meðhöndla exem?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...
Hvað er akademískt frelsi?
Í allri umræðu um háskóla er hugtakið „akademískt frelsi“ ákaflega áberandi. Sérstaklega er það áberandi í þeim textum sem háskólar skilgreina sig sjálfir út frá. Það er augljóst að þeir telja þessa gerð frelsis vera eitt sitt mikilvægasta gildi og blasir það því við þar sem skólarnir eru kynntir. Það er þó ekki a...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...
Af hverju eru kjarnorkusprengjur svona kraftmiklar?
Fyrst er þess að geta að það eru ekki einungis kjarnorkusprengjur mannanna sem eru kraftmiklar heldur er kjarnorka langöflugasta náttúrlega orkulindin í sólkerfinu. Margar aðrar orkumyndir eiga rætur að rekja til kjarnasamruna í sólinni, samanber svar sama höfundar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu...
Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...
Hvað er MÓSA-smit?
MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus. Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarleg...
Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Í Mývatnssveit er talað um að eftir virkjun Laxár myndist ekki grunnstingull í henni. Hvað er og hvernig myndast svonefndur grunnstingull í ám? Sigurjón Rist vatnamælingamaður lýsti þessu svo:Frá náttúrunnar hendi fer rennsli úr Mývatni um grunnan flóa, sem heitir Breiða,...
Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?
Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim. Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þega...
Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?
Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...
Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum?
Ef vara er seld með flutningsskilmálunum EXW (ex works) þá ber kaupandi allan kostnað af því að ná í hana á athafnasvæði seljanda, hvort sem það er í verksmiðju hans eða vöruhús. Seljandi þarf einungis að sjá til þess að kaupandinn geti náð í vöruna á tilskilin stað og svo vitaskuld að varan sé eins og um var sami...
Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?
Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli. ...
Hvert er stærsta blóm í heimi?
Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...
Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?
Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...