Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 981 svör fundust
Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...
Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?
Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...
Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...
Hvað geturðu sagt mér um stirna?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart. Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta...
Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?
Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu. Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og ...
Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Schindler mannaði verksm...
Börðust indjánar í Þrælastríðinu?
Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...
Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?
Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Þetta er góð spurning. Óneitanlegt er að sá sem fyrstur hóf ævilanga búsetu hér á landi var ekki Ingólfur Arnason heldur þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari sem varð eftir á Íslandi með ambátt einni þegar húsbóndi hans flutti alfarinn af landinu. Sú staðreynd að Ingólfur Arnarson er talinn hafa verið f...
Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?
Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum. Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur...
Vísindaveisla í Vík í Mýrdal
Fyrsti áfangastaður Háskólalestarinnar sumarið 2017 var Vík í Mýrdal. Þar var haldin vísindaveisla laugardaginn 6. maí. Víkurbúar og aðrir gestir spreyttu sig þar meðal annars á nokkrum þrautum og gátum. Í boði voru þrjár þrautir: svonefnd gáta Einsteins, átta drottninga vandamálið og glerlinsugátan. Viktorí...
Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?
Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna.(og ekki: Uppá hólstend ég og kanna!) Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskona...
Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?
Strax upp úr aldamótunum 1900 heyrðist stundum talað um Reykjavík sem borg eða höfuðborg. Þetta sést til að mynda af og til í Reykjavíkurblöðunum frá þessum tíma. Samt sem áður var opinbera heitið Reykjavíkurbær og í stjórnskipan Reykjavíkur voru notuð heitin bæjarstjórn, bæjarfógeti og svo framvegis. Frávik fr...
Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?
Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...