Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8269 svör fundust
Er hægt að deyja úr hita?
Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...
Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?
Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...
Er hægt að deyja úr svefnleysi?
Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og algjör skortur á svefni leiðir á endanum til dauða. Rétt er þó að taka fram að algjör svefnskortur hjá mönnum er næstum ómögulegur nema hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómi sem nefnist banvænt arfgengt svefnleysi. Svefn gegnir hlutverki við endurnýjun, vöxt og viðhald heil...
Draga teygjur úr hættu á meiðslum?
Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæðu...
Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...
Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?
Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirlei...
Geta silfurskottur sogið blóð úr mönnum?
Nei, silfurskottur eru ekki blóðsugur og engar heimildir eru um slíkt. Fæða þeirra einskorðast við agnir af lífrænum toga sem þær finna á gólfum. Silfurskottur eiga það einnig til að valda skaða á bókalími bóka sem þær komast í og einnig á matvælum. Silfurskottur valda kannski ekki neinni sérstakri gleði þegar þ...
Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?
Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....
Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?
Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...
Nærist mölur á flíkum úr hör?
Heitið mölur er stundum notað sem samheiti yfir fiðrildi sem lifa í húsum en þó er oftast átt við fatamöl eða stundum ullarmöl, tvær tegundir mölfiðrildaættar (Tineidae) hér á landi. Fatamölur getur valdið miklum skaða á fatnaði og öðru í híbýlum manna sem gert er úr ull eða skinnum. Slíkt er þó ekki nærri ein...
Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?
Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?
Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...
Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?
Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu ár...
Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?
Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Beller...