Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6066 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun?

Í sem stystu máli er munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun grænmetis sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Má segja að vistvænn búskapur sé gæðastýrður hef...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru LIBOR-vextir?

Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk? Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er bretónska og hvað er gelíska? Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...

category-iconEfnafræði

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?

Renín er málmur sem hefur sætistölu 75 í lotukerfinu. Atómmassi þess er 186,2 g/mól og eðlismassinn er 20,8 g/cm3. Bræðslumark reníns er um 3186°C og suðumark er um 5596°C. Það hefur því næsthæsta bræðslumark frumefnanna, er feikilega torbrætt og þolir einnig miklar hitabreytingar. Aukinheldur sker það sig frá öðr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?

Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita. Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barn...

category-iconHugvísindi

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?

Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni: Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Voru til risaeðlur á Íslandi?

Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast. Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?

Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru garðfuglar?

Garðfuglar eru einfaldlega fuglar sem finnast að staðaldri í görðum. Hér á landi eru fjórar fuglategundir algengastar í görðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru skógarþröstur (Turdus iliacus), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis), stari (Sturnus vulgaris) og auðnutittlingur (Carduelis flammea). Auðnutittlingar og ...

Fleiri niðurstöður