Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1037 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?

Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýriLokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnas...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?

Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið líkami og hvað er það gamalt í málinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju notum við orðið „líkami“ á íslensku þegar flest þeirra tungumála sem íslenska er skyldust nota einhverja útgáfu af krop/körper/corpus? Hvað veldur því að hollenska orðið „lichaam“ verður ofan á í íslensku í stað hinna orðmyndanna? Orðið líkamur og veika myndin lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til skordýr sem éta maura?

Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...

category-iconHugvísindi

Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?

Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hver eru merkustu rit Jóns lærða?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Mikilvægasta heimild um Jón lærða er ævikvæði hans, Fjölmóður, sem hann setti sa...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru hraun flokkuð?

Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...

category-iconLandafræði

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Þurrlendi jarðarinnar skiptist í nokkra meginhluta sem kallaðir eru heimsálfur. Hver hluti er nokkurn veginn samfellt landflæmi en nærliggjandi eyjar eru taldar með. Orðið álfa var upprunalega hálfa en h-ið hefur fallið brott. Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?

Tunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færa...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.

Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconSálfræði

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?

Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...

Fleiri niðurstöður