Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 547 svör fundust
Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...
Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?
Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...
Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...
Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...
Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...
Hvað þýðir passía?
Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...
Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...
Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...
Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?
„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins. Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafran...
Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?
Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...
Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?
Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona: Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða? Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessi...
Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?
Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði. Úr margs konar mælingum á þessum seguleigin...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?
Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...
Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...
Væru regnbogar bein lína ef jörðin væri flöt?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju er regnbogi svona oft í akkúrat 180 gráðum? Form regnbogans ræðst af kúlulögun regndropa í loftinu og brotstuðli vatnsins. Brotstuðullinn segir til um hraða ljóssins í vatninu og stjórnar stefnubreytingu ljósgeisla sem fer úr lofti inn í vatnsdropann. Fyri...