Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...
Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska en ekki beinfiska?
Upphaflega spurningin var þessi:Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska, svo sem skötu og hákarl, en ekki beinfiska, sem úldna við sömu meðferð?Brjóskfiskar, svo sem háfiskar, innihalda háan styrk þvagefnis (urea) í holdi sínu, sem hefur það meginhlutverk að viðhalda réttum osmótískum þrýstingi í vefjum þeirra. Ve...
Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...
Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...
Hvað merkir Catch-22?
„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...
Hvað er martröð og hvað orsakar hana?
Martröð er óþægilegur draumur, en draumar eru meðvitundarástand sem er til staðar í svefni. Annars vegar er um að ræða straum tilfinninga og hins vegar atburðarás sem fólk upplifir og sér fyrir sér. Myndin er skynjuð í lit og líkist raunveruleikanum. Draumar með atburðarás eru líklega einkum á því stigi svefns sem...
Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?
SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...
Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?
Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...
Hvers vegna myndast magasár?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...
Til hvers eru moskur og hvernig líta þær út?
Moskur eru fyrst og fremst bænahús. Þar fara venjulega ekki fram þær trúarlegu athafnir sem tíðkast í kristnum kirkjum, til dæmis brúðkaup og skírnir, en moskur gegna þó mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þær eru oft miðpunktur staðbundinna samfélaga og kringum þær eru reistir skólar, spítalar og verslanir, svo ei...
Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?
Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt ...
Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?
Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. ...
Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti?
Af og til koma fréttir utan úr heimi af því að verið sé að reyna að aðskilja síamstvíbura. Þetta vekur greinilega forvitni margra því Vísindavefnum berast oft spurningar um síamstvíbura í kjölfar slíkra frétta. Hér er því einnig svarað spurningum um síamstvíbura frá: Klemens Ágústssyni (f. 1992), Hrefnu Þráinsdót...
Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni?
Hellisheiði er í vestanverðri Árnessýslu. Vestarlega á henni er Hellisskarð, kallað Öxnaskarð að fornu, nálægt Kolviðarhól. Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2003: Í Árnesþingi vestanverðu, eftir Þór Vigfússon er fjallað um nafnið Hellisheiði með eftirfarandi orðum:Ekki er vitað hví Hellisheiði heitir svo, enginn e...
Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...