Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5814 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju hrópa menn „heyr, heyr“ þegar þeir taka undir eitthvað sem annar segir? Hvaðan er siðurinn kominn?

Heyr er stýfður boðháttur sagnarinnar að heyra. Hann er notaður til að fagna máli annars manns, oftast ræðumanns, og þá hrópað úr sal „heyr, heyr“. Merkingin er þá: „hlustið á þetta, gott hjá honum/henni!!!“. Sama upphrópun er til í nágrannamálunum og er ekki ólíklegt að hún hafi borist þaðan hingað til land...

category-iconStærðfræði

Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?

Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?

Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...

category-iconLögfræði

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?

Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?

Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...

category-iconHugvísindi

Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?

Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu. Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?

Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'. Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?

Kvenkynsorðið æs merkir ‘kantur, brún, jaðar (einkum á skinni)’ en einnig ‘rifa eða gat til að draga eitthvað í gegnum’. Fleirtalan er ýmist æsar eða æsir. Það er fyrra merkingarsviðið sem kemur fram í orðasambandinu ‘út í ystu æsar’ og er fleirtalan þar oftast með -ar. Merking þess er 'algerlega' eða 'til fulls'....

category-iconFélagsvísindi

Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?

Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?

Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...

category-iconStærðfræði

Ef tvær stæður stefna á óendanlegt og maður deilir annarri í hina, er útkoman þá einn? Sem sagt er óendanlegt deilt með óendanlegu jafnt og einn?

Svarið er nei. Útkoman getur svo sem verið 1 en hún getur líka verið margt annað, bæði einhver tiltekin tala og líka 0 eða óendanlegt. Þetta fer eftir því hverjar stæðurnar eru og hvernig þær stefna á óendanlegt hvor um sig. Ef við vitum ekkert um stæðurnar eða þær eru með öllu óvenslaðar getum við ekkert sagt u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað a...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...

category-iconHeimspeki

„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?

Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....

Fleiri niðurstöður