Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5458 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?

Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til. Í fornu máli var eitt óákveðinna fornafna vetki (einnig ritað vætki, vekki) og beygðist svona:Nf. vetkiÞf. vetkiÞgf. vettugiEf. vettugis, vettergis Fornafnið var samsett úr *ne-vétt-gi þar sem véttur er sama orð og vættur ‘vera, huliðsvera’ og -gi var áhersluliður. Merki...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?

Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?

Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er suðusúkkulaði fitandi?

Mörgum þykir súkkulaði ómótstæðilegt og vita fátt betra en gæða sér á mola. Súkkulaði hefur líka ýmislegt sér til ágætis annað en gott bragð. Í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? kemur meðal annars fram að dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesí...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?

Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða j...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið jafndægur?

Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haust...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?

Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...

category-iconSálfræði

Hver var greindarvísitala Adolfs Hitlers?

Adolf Hitler gékkst ekki undir geindarpróf svo vitað sé og því er ekki til áreiðanleg tala sem segir til um gáfnafar hans. Hins vegar hafa margir leitt hugann að þessu og reynt að meta gáfur hans. Greindarvísitala (e. intelligence quotient, IQ) Hitlers er talin hafa verið á bilinu 138-145 og er oftast vísað í ...

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru ský á himnum?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kemur vatnið? segir: Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar?

Þegar konur hafa tíðir missa þær að meðaltali um 35 ml af blóði en allt frá 10 til 80 ml er talið eðlilegt. Blóðið er upprunnið í æðum í legslímunni sem brotnar niður ef engin frjóvgun verður í tíðahringnum. Það kann að koma einhverjum á óvart hversu lítið blóð þetta í raun er. En í því sambandi er rétt að haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hvalir talist meindýr?

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?

Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdý...

category-iconHagfræði

Var til 1000 króna seðill 1944?

Nei, það var ekki til 1000 króna seðill árið 1944. Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann var grænn að lit, á framhliðinni var andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni en á bakliðinni var mynd af Þingvöllum. Seðillinn var í gildi til ársloka 1947 en með nýrri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur?

Í þessu svari er tveimur spurningum svarað: Af hverju er sumar stelpur kallaðar skinkur? Og af hverju segja menn skinkur í merkingunni þúsund krónur? Skinka er slanguryrði um ákveðna tegund kvenna og vísar til útlits og oft til sjálfsdýrkunar. Orðið er ekki með í Orðabók um slangur sem gefin var út 1982 og er ...

Fleiri niðurstöður