Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 222 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?

Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...

category-iconLífvísindi: almennt

Finnast steingerðir ammonítar hér við land?

Ammonítar eða ammonshorn er undirflokkur sælindýra af flokki kolkrabba. Þeir eru með klefaskipta, oft kuðungslaga, ytri skel. Ammonítar voru sunddýr og flestar tegundirnar með mikla landfræðilega útbreiðslu. Ammonítar þróuðust hratt og mikið var um nýmyndun og útdauða tegunda, einkum á miðlífsöld. Þeir eru því víð...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?

Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones. Nafnið er fengið frá tveimur af þremur stofnendum fyrirtækisins, Cha...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á vetnissprengju og kjarnorkusprengju?

Orðið kjarnorka (e. nuclear energy) er haft um alla orku sem rekja má til atómkjarnanna (e. atomic nuclei). Orka losnar frá kjörnunum eftir tvenns konar leiðum sem eru ólíkar en byggjast þó báðar á tveim staðreyndum. í fyrsta lagi er orka jafngild massa samkvæmt jöfnu Einsteins $E = m c^2$ og í öðru lagi er massi ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

category-iconHugvísindi

Hvenær var byssan fundin upp?

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...

category-iconJarðvísindi

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði? Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins. Síð...

category-iconLandafræði

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?

Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Catch-22?

„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?

Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engif...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp límmiðann og af hverju?

Límmiðar af því tagi sem flestir þekkja komu til sögunnar árið 1935 þegar bandaríski uppfinningamaðurinn R. Stanton Avery (1907-1997) skeytti saman mótor úr þvottavél, nokkrum vélarhlutum úr saumavél, útskurðarsög og öðru sem til þurfti. Afraksturinn var ný tegund af vél sem gat framleitt límmiða sem voru „sjál...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?

Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum." Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar mynd...

Fleiri niðurstöður