Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1590 svör fundust
Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?
Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar. Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því e...
Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?
Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...
Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?
Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...
Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...
Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?
Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnor...
Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?
Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í ...
Af hverju svitnar maður?
Við svitnum ef okkur verður of heitt. Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þynnri yfirhúð, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóði...
Hvort er líklegra að veiran sem veldur COVID-19 verði hættulegri eða hættuminni fyrir menn vegna stökkbreytinga?
Breytingar á erfðaefni leiða sjaldan til stökka í gerð eða hæfni lífvera[1] og flestar stökkbreytingar sem finnst í stofnum eru hlutlausar.[2] Stökkbreytingar sem skemma gen og draga úr hæfni eru kallaðar neikvæðar en þær sem auka hæfni lífveru á einhvern hátt eru kallaðar jákvæðar. Jákvæð breyting á veiru getur h...
Af hverju hefur ekki verið farið til Júpíters?
Hér er einnig svarað spurningunni “Af hverju hefur ekki verið lent á Júpíter?” Nokkur geimför hafa heimsótt Júpíter. Ekkert þeirra hefur þó lent þar því Júpíter er gasrisi og hefur þess vegna ekkert fast yfirborð. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Júpíter var Pioneer 10 árið 1973. Það var fyrsta geimfarið ...
Hvað verður um frumur sem deyja?
Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...
Hvernig myndast silfurberg?
Silfurberg nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Kalkspat er mjög algeng steind í jarðskorpunni: kalksteinn, marmari og krít, er til dæmis mestmegnis hreint kalkspat. Steindin fellur út úr vatni við margvíslegar aðstæður: skeldýr, kórallar og ýmis svifdýr mynda skeljar sínar úr kalkspat...
Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?
Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær...
Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...
Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?
Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli re...
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...