Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 484 svör fundust
Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?
Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...
Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?
Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...
Hvar var Helena hin fagra í Trójustríðinu og hvað varð um hana eftir stríðið?
Þetta er ágætis spurning enda er brottnám Helenu hinnar fögru kveikjan að elstu og þekktustu bókmenntum Grikkja, Ilíons- og Ódysseifskviðu. Þegar Helena er numin á brott af París, syni Príamusar Trójukonungs, frá eiginmanni sínum Menelási í Spörtu, halda Grikkir til Tróju í því skyni að endurheimta hana. Við t...
Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?
Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...
Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?
Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hvernig verkar geðlyfið Haldol?
Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...
Hvað er Harðskafi?
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...
Geta dýr gert konur óléttar?
Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...
Hvers vegna kom jarðskjálfti á Haítí í janúar árið 2010?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þrýstast hver undir annan. Á öllum þessum flekasamskeytu...
Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?
Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...
Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...
Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?
Guðmundur Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1979 og cand. mag. prófi í sagnfræði við sama skóla 1983. Á árunum 1978-1987 kenndi Guðmundur í menntaskólum en hóf síðan doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Poli...
Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...