Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 983 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?

Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um. Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?

Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið fimbulfamb?

Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er valdefling og hvenær kemur orðið fram í íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að skrifa um hugtakið valdeflingu sem er mikið notað í dag í hinum ýmsu fræðum. Hugtakið finnst ekki í orðabók Eddu og ég er að velta því fram hvenær það kemur fyrst fram í málinu og hver sé viðurtekin skilgreining á hugtakinu á íslensku. Með góðri kveðju, Rétt er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið bragð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?

Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er eitt áratog langt?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...

category-iconHugvísindi

Getur verið að Morinsheiði sé kennd við enska ferðalanginn William Morris?

Morinsheiði er á þekktri gönguleið yfir Fimmvörðuháls. Örnefnið Morinsheiði er sérkennilegt og uppruni þess er ekki þekktur. Orðhlutinn Mor- er kunnur, getur merkt ‘smáagnir’, ‘óhreinindi’ og líka ‘mistur’ eða ‘moldrok’. Orðið getur einnig táknað lit og merkir þá það sama og þegar eitthvað er sagt mólitað. Til dæm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kostulegur?

Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

category-iconHugvísindi

Hversu gömul eru orðin áramót, nýársdagur, nýársnótt og gamlárskvöld?

Orðið áramót er ekki gamalt í málinu ef marka má Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Þar er elsta dæmið fengið úr öðru bindi Íslands Árbóka í sögu-formi sem ritaðar voru af Jóni Espólín og gefnar út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Orðið skýrir sig sjálft. Það á við mót liðins árs og ársins sem er að hefjast, þegar ga...

category-iconHugvísindi

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...

Fleiri niðurstöður