Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4309 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Í tóbaksreyk eru yfir sjö þúsund mismundandi efnasambönd, bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni. Gera þarf greinamun á:efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnarefnum sem bætt er í tóbak við vinnsluefnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við br...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta kanínur orðið gamlar?

Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar eru helstu frumskógar Evrópu?

Á íslensku er hugtakið frumskógur notað um óræktaðan þéttvaxinn skóg. Helstu einkenni frumskóga eru meðal annars aldagömul og stórvaxin tré og á skógarbotninum liggja oft fallnir trjábolir (e. snags). Frumskógar finnast víða í hitabeltinu en einnig í öðrum loftslagsbeltum, til dæmis í Evrópu. Lítið er þó eftir af ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

category-iconStærðfræði

Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?

Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?

Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru haga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye. Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er seildýr?

Seildýr (Chordata) eru ein af fylkingum dýraríkisins. Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra sem deila með sér mörgum sameiginlegum einkennum. Það bendir til þess að þessi dýr eigi sér sameiginlegan forföður. Helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fleirtala af bókstafnum A?

Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja skrif...

category-iconHugvísindi

Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?

Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru íbúar Mongólíu kallaðir?

Íbúar Mongólíu eru oftast kallaðir Mongólar (í et. Mongóli). Í ritinu Ríkjaheiti og þjóðernisorð (Statsnavne og nationalitetsord) sem Norræn málstöð gaf út 1994 er einnig gefið heitið Mongólíumaður (bls. 27). Bætt við 22.5.2019 af ritstjórn: Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum má finna lista yfi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru geimþokur?

Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetra...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kertaloginn heitur? Er alls staðar sami hiti í honum?

Kerti eru búin til úr kertavaxi, sem er orkugjafinn, og kveikiþræði, sem er í miðju kertisins og sér til þess að brennsla sé stöðug. Þegar við kveikjum á kerti berum við eld að kveiknum. Kertavaxið næst kveiknum bráðnar vegna hitans frá eldinum, kertavaxið ferðast upp kveikinn (kveikurinn dregur í sig bráðið kerta...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?

Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...

Fleiri niðurstöður