Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4848 svör fundust
Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?
Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda ...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...
Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?
Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...
Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?
Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum. Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staðu...
Felst neikvæð merking í því „að eitthvað sé yfirvofandi“?
Spyrjandi bætir við í þessu sambandi að talað sé um að ferming, fæðing og sumartíð séu yfirvofandi. Sögnin að vofa merkir 'svífa, sveifla, hanga yfir, ógna' og er náskyld nafnorðinu vofa 'andi framliðins manns, draugur'. Sagnarsambandið að vofa yfir er notað í merkingunni 'svífa yfir, vera í vændum, ógna' og...
Hvenær gaus Askja síðast?
Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hra...
Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?
Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...
Mundi gos í Eyjafjallajökli geta breytt Seljalandsfossi, árfarvegi eða útliti?
Hraunrennsli frá Eyjafjallajökli sem næði niður að Seljalandsfossi kæmi helst úr gossprungum vestan til á þessu eldstöðvakerfi, vestan jökulhettunnar, en þar hefur ekki gosið í mörg þúsund ár og engin merki eru um að kvika sé að leita þangað. Hraun úr gosi á þeim slóðum, ef til kæmi, gæti breytt árfarvegi og fossi...
Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?
Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jö...
Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?
Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki ...
Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?
Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...
Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?
Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...
Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð? Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, h...
Hefðu menn fyrr á öldum orðið varir við Heklugos eins og varð í febrúar 2000?
Alveg örugglega hefðu þeir orðið varir við slíkt gos, bæði eldglæringar og öskufall, því að Hekla er hið næsta þéttbýlum sveitum. Hins vegar er ekki víst að þeir hefðu alltaf fært slíkt gos á bækur, enda virðist það nokkuð undir hælinn lagt hvað komist hefur í annála af þessu tagi. Þannig er næstum engra eldgosa g...
Hvaða ár mun Hekla gjósa næst?
Það er ekki hægt að vita nákvæmlega hvenær Hekla gýs næst. Þegar Hekla gaus árið 1947 töldu menn að hún gysi reglulega á 100 ára fresti. Næst hefði hún þess vegna átt að gjósa nálægt 2045. Þetta gekk ekki eftir og síðan hefur Hekla gosið 1970, 1980, 1991 og 2000. Miðað við það ætti hún að gjósa næst nálægt 2...