Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 483 svör fundust
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?
Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...
Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?
Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...
Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...
Hvað merkir Catch-22?
„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...
Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...
Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?
Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?
Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...
Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?
Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...
Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?
Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...
Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...
Hvernig varð Miðjarðarhaf til?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...
Hverjir voru Aríar og hvaðan komu þeir?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað getið þið sagt mér um Aría, sér í lagi í tengslum við Hitler? Þegar talað er um aría er mikilvægt að gera greinarmun á upprunalegri merkingu orðsins, heiti á indó-evrópskum þjóðflokkum á forsögulegum tíma og í fornöld, og þeirri merkingu sem notuð hefur verið a...