Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5792 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?

Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvers vegna er sóttkví vegna COVID-19 tvær vikur?

Þeir sem sýkjast af COVID-19 eru settir í einangrun og þeir sem þeir hafa umgengist eru settir í sóttkví. Fyrir SARS-CoV-2-veiruna (sem veldur COVID-19-sjúkdómnum) er tíminn frá smitun til sjúkdómseinkenna oftast 2-7 dagar, og talið er að í yfir 99% tilvika komi einkenni fram innan 14 daga, ef einkenni koma fram á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?

Íslenska heitið á íkornanum sem á ensku nefnist fox squirrel (Sciurus niger) er refíkorni. Þetta er norður-amerísk tegund af sama meiði og hinn kunni rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem er algengasta íkornategundin í Evrópu og gráíkorninn (Sciurus carolinensis) sem algengur er Norður-Ameríku en einnig sums staðar í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „að gera garðinn frægan“?

Upphafleg merking orðsins garður var grjót- eða torfhleðsla, girðing umhverfis landareign. Síðar víkkar merkingin og nær einnig til bústaðar, húss eða heimilis innan garðsins. Orðatiltækið að gera garðinn frægan þekkist frá upphafi 19. aldar. Það er til dæmis að finna í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...

category-iconLögfræði

Erfi ég tengdamömmu ef hún deyr og maki minn er dáinn?

Upprunalega spurningin var: Ef tengdamamma mín deyr og maki minn er dáinn, erfi ég þá tengdamömmu eða bara eftirlifandi börn hennar? Að því gefnu að hin látna hafi ekki gert erfðaskrá skiptist arfurinn á lögbundinn hátt samkvæmt erfðalögunum frá 1962. Ef arfleifandi (hin látna) er í hjúskap fellur 1/3 hl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?

Eftir því sem vitað er tengist orðasambandið að prumpa í stampinn Norðurlandi, einkum Akureyri. Það er í raun merkingarlítið. Allir þekkja sögnina að prumpa ‘leysa vind’ og nafnorðið stamp um kringlóttan bala. Sunnlendingar gerðu og gera ef til vill enn gys að norðlensku málfari, einkum rödduðum framburði. Á Tímar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins stúlka?

Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að standa á gati?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp. Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Stormsvala (Hy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?

Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaðan kemur orðið gyllinæð? Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð: Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi. Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða attan er í svei attan?

Orðmyndin attan er samandregin úr aftan. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmið úr texta frá 1797: Sagði Guðrún, að sviptingar hefðu orðið þeirra á milli, og hefði hún þá ætlað að kalla á hjálp, en séra Þórhalli hefði gripið fyrir munn sér, en síðan hörfað frá sér með svofelldum ummælum: „Svei þér af...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi...

Fleiri niðurstöður