Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4930 svör fundust

category-iconLögfræði

Máttu verja heimili þitt við innbrot?

Í 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 40/1940 er kveðið á um að: [þ]að verk [sé] refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt fara jarðskjálftar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?) Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga. Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðs...

category-iconVísindi almennt

Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað heitir plastið á enda skóreima? kallast þetta stykki hólkur (e. aglet). Orðið er þó lítið notað og hefur varla fest sig í sessi. Hólk af þessu tagi er ekki aðeins að finna á enda skóreima heldur einnig til að mynda á reimum í buxum og peysum og gegnir þar sama tilga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?

Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hvaða efnum eru gen búin til?

Einfalda svarið við spurningunni er að gen eru búin til úr kjarnsýrum. En þá þarf líka að útskýra hvað kjarnsýrur eru. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? kemur þetta fram: Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?

Sigurður Fáfnisbani er sögufræg hetja sem meðal annars segir frá í eddukvæðum. Þar er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku, síðan gekk hann eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...

category-iconBókmenntir og listir

Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?

Í ársbyrjun 1930 gerði danska tímaritið Ekko könnun meðal helstu gagnrýnenda landsins um það hvaða skáldsaga hefði staðið upp úr í útgáfu liðins árs. Niðurstaðan var afgerandi: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Þetta kemur nútímalesendum kannski á óvart en það er óhætt að fullyrða að þetta voru ekki ó...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er borgaraleg ríkisstjórn?

Einnig var spurt: Hvað eru borgaraleg gildi? Hugtakið borgaraleg ríkisstjórn (d. borgerlig regering) er mest notað á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Í þessum löndum er það aðallega notað til aðgreiningar frá vinstristjórnum, sérstaklega þeim sem leiddar eru af jafnaðarmönnum (sósíaldemók...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconHugvísindi

Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?

Elísabet I hefur af sumum verið álitin „farsælasti stjórnandi Englands“. Hún fæddist árið 1533 og var dóttir Hinriks VIII Englandskonungs og Önnu Boleyn. Hinrik var þá nýskilinn við fyrri eiginkonu sína, Katrínu frá Aragóníu, sem hann hafði verið giftur í rúmlega tuttugu ár. Öll börn þeirra höfðu fæðst andvana eða...

category-iconSálfræði

Hvers vegna reiðist fólk?

Oft er vitnað í hina frægu predikun Jóns Vídalíns þar sem hann segir reiðina vera eitt andskotans reiðarslag. Þá er stundum haft á orði að reiðin sé blind, rétt eins og ástin. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir réttlátri reiði drottins og John Steinbeck lýsti þeim þrúgum reiðinnar sem spretta af ranglátri skiptingu l...

Fleiri niðurstöður