Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8498 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp ljósaperuna?

Að því marki sem réttmætt er að benda á einn tiltekinn einstakling, þá er það bandaríski uppfinningamaðurin Thomas Alva Edison. Eins og flestar aðrar uppgötvanir átti ljósaperan sér aðdraganda. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er megineldstöð?

Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir selir við Ísland?

Við Íslandsstrendur kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Allt frá árinu 1980 hefur reglulega verið lagt mat á stærð landselstofnsins við Ísland. Út frá talningu árið 2020 var stofnstærðin metin um 10.300 dýr. Það er mikil fækkun frá því talningar hófust en 1980 var á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?

Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?

Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að set...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?

Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð Keikó gamall?

Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga. Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann he...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?

Hér er um forna goðsögn að ræða, svo gamla að menn greinir á um ástæðuna fyrir henni. Sagt er að kettir eigi níu líf en hver er hugsanleg skýring á þeirri hugmynd? Til forna var það talið heillamerki að eiga kött og ákveðin vernd fólst í því að hafa hann inni á heimilinu. Í Egyptalandi til forna var það talinn ...

category-iconLandafræði

Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi?

Spurningin er heild sinni er svona: Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi? Þá er ég ekki að tala um sveitarfélag heldur stað. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands áttu 11.755 manns lögheimili á Austurlandi þann 1. desember 2002. Af þeim voru 9.882 (84%) skráðir til heimilis í einhverjum af hinu...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heita Maríuhellar í Heiðmörk þessu nafni?

Maríuhellar eru tveir hellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar). Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?

Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn. Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?

Þegar Evrópumenn komu til Góðrarvonarhöfða, syðsta hluta Afríku, árið 1652 voru hestar (Equus caballus) fyrstu húsdýrin sem þeir fluttu með sér. Haft var eftir Hollendingnum Jan van Riebeeck (1619-1677) sem var í forsvari leiðangursins að hross væru landnemum jafn mikilvæg og brauð. Á þessum tíma þekktust hest...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos heitt?

Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?

Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...

Fleiri niðurstöður