Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8333 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?

Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?

Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?

Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?

Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?

Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...

category-iconHugvísindi

Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?

Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?

Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu?

Stika er gömul lengdarmálseining og lengd hennar er nokkuð misjöfn. Ein stika getur jafngilt: einni alin einni og hálfri danskri alin 55,6 cm einum metraUm lengdarmálseininguna alin er það að segja að hún táknar fjarlægðina frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkv...

category-iconÍþróttafræði

Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?

Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga. Trúðfiskur af tegundi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins?

Lungnakrabbamein á byrjunarstigi eru oftast án einkenna. Þegar æxlið stækkar getur það farið að gefa einkenni sem fara þá eftir því hvar það er í lunganu. Til dæmis getur æxli sem þrengir að eða lokar berkju valdið því að slím safnist fyrir neðan við þrengslin. Bakteríur lifa góðu lífi í slíminu og lungnabólga myn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er lífverkfræði?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hver er þýðingin á "bioengineering" á íslensku? Er þessi fræðigrein iðkuð hér á landi? Lífverkfræði (e. bioengineering) er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Hefðbundnu verkfræðigreinarnar byggja ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring) Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?

Spurning í heild hljóðaði svona: Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl? Nánara væri áhugavert að heyra hvaða...

Fleiri niðurstöður