Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1226 svör fundust
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?
Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...
Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...
Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?
Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig an...
Hvað er að vera gonaralegur og hvaðan kemur orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að vera gonaralegur? Hungraður? Horfinn?, hvaðan kemur lýsingarorðið... Lýsingarorðið gonaralegur virðist lítið notað. Ekkert dæmi fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og eitt á Tímarit.is úr ritinu Muninn, skólablaði Menntaskólans á Akureyri, frá 1991. Þar stend...
Hvaðan kemur orðið prímus?
Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...
Hvort er betra að „berast í bökkum“ eða „berjast í bökkum“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Á sínum tíma var mér kennt (af Jóni Guðmundssyni íslenskukennara í MR) að segja ætti „að berast í bökkum.“ Máltækið sé þannig tilkomið að maður fellur í straumvatn og reynir að koma sér upp á bakkann. Hann „berst í bökkum.“ Þetta sé það rétta, en flestir noti þetta á rangan hátt...
Hvaðan kemur orðasambandið 'nú vænkast hagur strympu'?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur máltækið 'Nú vænkast hagur strympu'? (eða stundum hækkar í stað vænkast) Orðið strympa hefur fleiri en eina merkingu: ‘skaftausa; miðurmjó fata; oddhúfa, stromphúfa; stórvaxin kona o.fl.’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið þekkt í málinu ...
Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?
Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...
Hver var Jón Árnason og hvað gerði hann merkilegt?
Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld. Segja má að þjóðsagnasöfnunin hafi þó aðeins verið hluti af stærri heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyfingu sem miðaði að því að skapa grundvöll þjóðmenningar og endurspeglast meðal annars í baráttu Jóns, vinar hans Sigurðar Gu...
Hefur íslenskt samfélag einhvern tíma verið stéttlaust?
Svarið við spurningunni veltur á tvennu. Annars vegar því hvaða skilning við leggjum í orðið stéttleysi og þar með stéttskiptingu og hins vegar því hver raunveruleikinn var á ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Um hríð hefur sú hugmynd verið nokkuð útbreidd meðal almennings að Ísland sé og hafi verið stéttlaust samfé...
Hver er uppruni orðsins klám?
Upprunaleg merking þeirrar orðsifjar sem klám tengist er líklegast 'eitthvað sem klemmist eða loðir við, klístur eða slímkennd óhreinindi.' Orðið klám er talið tengt norska orðinu klåmen 'rakur, límkenndur, sem loðir við', í grísku eru til orðin gláme 'augnslím', glámon, glamyrós 'voteygur' og í litháísku orðið g...
Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðið laukur hefur verið rakið til indóevrópskrar rótar (*leug-) sem merkir að 'beygja'. Orðið er til í grannmálunum, sbr. nýnorsku lauk, sænsku lök, dönsku løg, færeysku leykur. Í öðrum germönskum málum má nefna fornensku léac, nútímaensku leek, fornháþýsku louh, nútímaþýsku Lauch í merkingunni 'púrra, blaðlaukur...