Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1062 svör fundust
Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Anne Holtsmark (19. maí 1896 - 21. júní 1974) var norrænufræðingur, dósent og síðar prófessor við Óslóarháskóla. Hún varð cand. philol. í norsku með frönsku og sögu sem aukafög 1924. Dósent í norrænni filologiu við Óslóarháskóla var hún frá 1931 og frá 1949 prófessor í sömu grein. Í fjöldamörg ár stjórnaði hún und...
Getur maður sem kann ekki íslensku komist á þing eða orðið forseti?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver eru skilyrðin til kosningaréttar? (Róbert)Í stjórnarskránni er að finna skilyrði þess að mega bjóða sig fram til þings eða embættis forseta Íslands.Í 4. grein stjórnarskrárinnar segir:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarrétta...
Er hægt að fá skalla og svo fá hár á skallann svo að maður verður ekki lengur með skalla?
Erfðir eru algengasta orsök skalla en menn geta einnig fengið skalla vegna streitu eða í kjölfar veikinda. Skallamyndun eftir veikindi eða vegna streitu getur gengið til baka þegar menn eru orðnir frískir. Arfgengur skalli getur það hins vegar ekki nema með sérstökum aðgerðum. Bæði konur og karlar geta fengið skal...
Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?
Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...
Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?
Til að reikna út blóðmagn í nýbura er eftirfarandi jafna notuð: $$~\text{Áætlað blóðrúmmál}$$ $$= ~\text{þyngd (kg)} \cdot ~\text{meðalblóðrúmmál (á hvert kg).}$$Meðalblóðrúmmál fyrir fullburða nýbura er um 80 mL/kg en meðalblóðrúmmál fyrir fyrirbura er um 95 mL/kg. Þó er rétt að geta þess að heimildir gefa ekki ...
Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?
Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...
Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?
Fæðingargalli er það þegar barn fæðist með óeðlilega gerð, starfsemi eða efnaskipti sem leiða til andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Yfir 4000 mismunandi fæðingargallar eru þekktir. Sumir þeirra eru vægir en aðrir banvænir. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það rétt að börnum sé hættara við ...
Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?
Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....
Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaðan kemur orðið gyllinæð? Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð: Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi. Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í ...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?
Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...
Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...
Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'?
Sögnin að smíða telst til svokallaðra veikra sagna sem mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti: (ð, d eða t). Þannig er þátíð sagnarinnar smíða (með tannhljóðsviðskeytinu -ð-): Eintala 1. persónasmíða-ði 2. persónasmíða-ðir 3. persónasmíða-ði Fleirtala 1. persónasmíðu-ðum 2. persónasmíðu-ðuð 3. persó...
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?
Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 74/1984 segir að bannað sé að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak, að undanskildu skrotóbaki. Þá segir í 2. gr. rg. nr. 251/1997 um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki: Með skrotóbaki er átt við munntóbak sem er tuggið, er í bitum en ekki kornum...