Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 452 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er vitað um sjúkdóminn galaktósíalídósis?

Galaktósíalídósis er einn af sjö þekktum sjúkdómum sem tengjast geymslu sykurprótína. Þetta eru arfgengir sjúkdómar í flokki kvilla sem kallast leysibólugeymslusjúkdómar. Leysibólur eru frumulíffæri sem innihalda ensím sem sundra margs konar smásykrum (e. oligosaccharides) sem er sífellt verið að mynda og brjóta n...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk þindarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er hlutverk þindarinnar og hverjar geta verið afleiðingar skemmdar/sprungu í þindinni?Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið, með hjarta og lungum, frá kviðarholi með meltingarfærum. Hún er helsti öndunarvöðvi líkamans og sem slík stuðlar hún að ...

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það? Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn? Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessa...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?

Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?

Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?

Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Helga Rut Guðmundsdóttir stundað?

Helga Rut Guðmundsdóttir er dósent í tónlist/tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði tónskynjunar og tónlistarþroska barna. Helga Rut er menntuð sem tónmenntakennari en lauk síðar meistara- og doktorsprófi í tónlistarmenntunarfræðum frá McGill-háskóla í Kanada....

category-iconTrúarbrögð

Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?

Upprunalega spurningin var: Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur? Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem m...

category-iconLögfræði

Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?

Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

category-iconUmhverfismál

Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?

Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...

category-iconMannfræði

Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...

Fleiri niðurstöður