Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5263 svör fundust
Af hverju eru annar og þriðji stærsti kaupstaður landsins við hliðina á höfuðborginni á Íslandi?
Þegar skoðuð er saga byggðar á Íslandi almennt og sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu þurfa menn að byrja á að gera sér ljóst að aðstæður til þéttbýlismyndunar eru sérlega góðar kringum Reykjavík. Þar er eitt af allra bestu hafnarstæðum landsins, heitt vatn og kalt innan seilingar, nóg landrými á láglendi, hentug flug...
Hvernig verkar sólarrafhlaða?
Ljósspennurafhlöð (e. photovoltaic cells) eru tól sem umbreyta sólarljósi (ljósorku) beint í raforku. Þau eru gerð úr hálfleiðurum. Nánar má lesa um þá í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er hálfleiðari? Þegar skeytt er saman hálfleiðurum með annars vegar n-leiðni og hins vegar p-leiðni eru mynduð svo...
Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?
Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...
Á hvaða breiddargráðu er Ísland?
Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Alla...
Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?
Hver mínúta er 60 sekúndur og hver klukkustund 60 mínútur. Klukkustund er því 60 * 60 = 3.600 sekúndur. Sólarhringur er 24 klukkustundir eða 24*3600 = 86.400 sekúndur. Við getum svo haldið áfram að reikna: Í hverri viku eru 7*86.400 = 604.800 sekúndur. Fjögurra vikna gamalt barn hefur því lifað í 2.41...
Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?
Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina. Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þé...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hvað þýðir orðasambandið per se?
Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...
Hvernig myndast gervigígar?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hver er munurinn á gervigígum og venjulegum gígum? Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig:Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sö...
Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?
Stafurinn þ var í elstu handritum ekki aðeins notaður í framstöðu (fremst í orði) eins og nú heldur einnig í innstöðu (inni í orði) og bakstöðu (aftast í orði) þar sem nú er skrifað ð, til dæmis þýða, það. Í þessum orðum var þá ritað þ þar sem nú er ð. Stafurinn ð er hingað kominn frá Norðmönnum sem tóku hann upp ...
Hvenær er rökfærsla sönn?
Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar. Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum. Dæmi: 1. Allir hundar eru spendýr.2. Snati er hundur. Niðurstaða: Snati er spendýr. Annað dæmi:1. Allir hundar hafa vængi.2. Sna...
Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?
Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það...
Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...
Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...
Hvernig myndast jarðvarmi?
Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...