Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8573 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?

Þessi spurning er ein af þeim sem hægt er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Værum við einhverju bættari eða væri það eitthvað skiljanlegra í raun og veru ef ljósið ferðaðist hægar? Lengi vel héldu menn að hraði ljóssins væri óendanlega mikill sem hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um lei...

category-iconFélagsvísindi

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?

Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?

Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að æla galli?

Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá sm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka stjörnuspár? Hvernig geta spámenn skrifað spár um fólk án þess að þekkja það?

Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta. Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef tvö svarthol mætast?

Þegar tvö svarthol mætast veltur það á brautum þeirra og massa hvort þau ná að sameinast. Stundum gerist það þegar eitt svarthol mætir öðru að annað svartholanna eða bæði þeytast í burtu frá staðnum þar sem þau mættust. Þegar tvö svarthol ná að renna saman myndast einfaldlega ennþá stærra svarthol. Þar sem þau...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi?

Nei, svo lengi sem jörðin og aðrar reikistjörnur halda hraða sínum, þá eru þær á sporbaugshreyfingu umhverfis sólina en falla ekki að henni. Sólkerfið okkar varð til fyrir um fimm milljörðum ára þegar risastórt gas- og rykský fór að falla saman. Skýið var í upphafi á örlitlum snúningi sem magnaðist þegar það fé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?

Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnið Freyja komið beint úr norrænni goðafræði eða merkir það einfaldlega húsfreyja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég var að pæla hvað merkir Freyja? Er það einnig úr norrænni goðafræði eða merkir það líka húsfreyja? Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Hún er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði, bústað goða, en þangað voru þau s...

category-iconVísindi almennt

Hvað er spönn og hvað er hún löng?

Spönn er gömul lengdareining og samsvarar um ⅓ úr einni alin. Lengd spannarinnar er yfirleitt gefin upp á bilinu 15,9-18,5 cm. Eins og margar aðrar fornar lengdareiningar miðast spönnin við mannslíkamann, nánar tiltekið bil á milli tveggja fingra. Í þessu felst ákveðinn vandi þar fingur manna eru misstór...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast?

Snæfellsjökull gaus seinast fyrir tæpum 1800 árum. Miðað við okkar tímatal átti gosið sér því stað um 200 árum e.Kr., það er að segja löngu fyrir landnám manna á Íslandi. Þá hófst mikið þeytigos og súr aska og vikur barst í norðausturátt frá fjallinu. Þetta er stærsta gos í jöklinum á nútíma en að öllum líkind...

category-iconLandafræði

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru GSM-símar skaðlegir heilsunni?

Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir af því hve hættulegt kunni að vera að nota farsíma. Þar er skýrt frá áhyggjum manna af því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og svefntruflunum, minnistapi, höfuðverk, ógleði og svima svo nokkuð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að minnst...

Fleiri niðurstöður