Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6427 svör fundust
Hver er jörðin?
Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...
Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?
Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...
„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?
Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....
Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...
Er hægt að sanna að mengi rauntalna, R, taki enda?
Svarið er nei; fullyrðingin er röng og því ekki von að hægt sé að sanna hana. Rauntölur eru allar þær tölur sem unnt er að skrifa sem óendanlega summu eða til dæmis sem óendanlegt tugabrot. Þar á meðal eru tölur sem hægt er að skrifa sem endanlega summu því að við getum alltaf bætt núllum við slíka summu til a...
Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...
Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?
Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna...
Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?
Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...
Hver er árásargjarnastur hunda?
Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...
Hver er skilgreiningin á trúleysingja?
Trúleysingi er sá sem ekki hefur neina trú í skilningnum „traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum; trúarbrögð”. Það að vera trúlaus er sem sagt það að vera laus við trú á guði eða yfirskilvitlegar æðri verur. Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'á...
Hvað er hægt að segja um hæstu tölu sem gengur upp í tiltekinni tölu, meðal annars ef hún er margfeldi tveggja frumtalna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef p og q eru prímtölur og r = p ∙ q, er þá hæsta talan sem gengur upp í r rótin af r og það er þegar p = q?Hér er spurt um helstil margt í senn en við höfum reynt að greiða úr því. Fyrst er rétt að rifja það upp að frumtala eða prímtala er tala sem engin heiltala gen...
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...
Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?
Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...
Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?
Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...