Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8496 svör fundust
Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?
Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen. Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst al...
Úr hverju er laufblað?
Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...
Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?
Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...
Er líklegt að maður fái krabbamein ef margir í fjölskyldunni hafa fengið það?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er krabbamein arfgengt?Hvaða krabbamein erfast? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með einföldu „já“ eða „nei“. Krabbamein eru talsvert algeng og því greinast þau í öllum fjölskyldum. Búast má við þeim mun fleiri tilvikum innan fjölskyldu eftir því sem hún er stærri og meðal...
Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?
Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks er...
Hvað er hafsbotnsskorpa?
Skorpan er ysta lag jarðar — undir henni tekur við jarðmöttullinn niður á 2900 km dýpi og loks jarðkjarninn (miðja jarðar er á 6730 km dýpi). Skorpunni er skipt í hafsbotns- og meginlandsskorpu sem einkenna hafsbotnana og meginlöndin eins og nöfnin benda til. Hægt er að lesa meira um jarðskorpuna í svari sama höfu...
Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?
Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術). Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skugg...
Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?
Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi. Forðist öfgar í aksturlagi Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um all...
Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?
Til að geta lifað er ekki nóg að hjartað slái. Blóðið sem það dælir þarf einnig að innihalda nógu mikið súrefni til að næra vefi líkamans og hjartadælan þarf að vera nógu öflug til að dreifa blóði til allra vefja. Ef súrefni skortir í blóð til dæmis vegna lungnabjúgs getur það leitt til dauða og ef rof verður á st...
Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...
Er banani ber?
Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er...
Hvað eru átröskunarsjúkdómar?
Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...
Þyngist maður við það að byrja á pillunni?
Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....
Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið? Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið...
Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...