Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7287 svör fundust
Hvað er sínus og hver fann hann upp?
Upprunalega spurningin var: Hver fann upp sínus og hvað er hann í raun og veru? Þá er átt við sínus í stærðfræði. Sínus er mælikvarði á stærð horns. Í stuttu máli: Sínus af horninu v er lengdin á hálfum streng í einingarhring. Strengurinn spannar tvöfalt hornið, 2v. Sjá mynd 1. Mynd 1: Strikið AB er stre...
Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?
Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...
Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?
Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig: Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast...
Breytist kennitala einstaklings ef hann skiptir um kyn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Nú skiptir einstaklingur um kyn. Breytist kennitalan við það? Kennitala er tíu stafa auðkennisnúmer sem allir einstaklingar skráðir hjá Þjóðskrá Íslands hafa. Hver kennitala er einstök, en það merkir að engar tvær kennitölur eru eins. Öll börn sem fæðast...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...
Hvað getið þið sagt mér um herskipið Bismarck?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig sökk herskipið Bismarck?Hvar sökk herskipið Hood? Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarck...
Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?
Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...
Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?
Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...
Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?
Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...
Er hættulegt að kyngja tyggjói?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju? Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt? Hvað ...
Hvað er raddþekking í tölvum og hvernig virkar hún?
Svarið er miðað við að með „raddþekkingu“ eigi spyrjandi við það sem á ensku kallast „voice recognition“ eða „speaker identification“ fremur en „speech recognition“ („talgreining“). Með raddþekkingu í tölvum er átt við það þegar reynt er að nota tölvu til að greina hver talar. Algengt er að slíkt sé notað við ...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?
Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra ...
Hversu hátt næði byssukúla sem skotið væri af jörðinni, og væri fólk í hættu þegar hún lenti?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hversu hratt fellur byssukúla ef henni er skotið upp og skiptir máli hve þungir hlutir eru í sambandi við fallhraða? frá Jóhannesi Jónssyni.Hvað verður um byssukúlu þegar henni er skotið upp í loftið? frá Andra Runólfssyni.Hvað fer byssukúla hratt? frá Hildi Helgu og Sævari Jóhann...