Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2019 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn eins og kúla í laginu í þyngdarleysi?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður vatnsdropi sem maður lætur detta á borð alltaf kúlulaga? Hvað gerist þegar vatn fer í þyngdarleysi, t.d. í geimnum? Byrjum á að skoða vatn á vökvaformi og eiginleika þess. Milli vatnssameinda ríkja vetnistengi (e. hydrogen bonds), sem eru með sterkustu aðdrát...

category-iconFélagsvísindi

Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?

Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?

Elfting (Equisetum arvense) er eitt erfiðasta illgresið sem garðeigendur þurfa að kljást við. Elftingin fjölgar sér og dreifist út með jarðrenglum þannig að renglurnar lifa í jarðveginum og fjölga sér áfram þó að reynt sé að reyta hana upp. Kerfisvirk illgresislyf, það er að segja efni sem plöntur taka upp gegnum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?

Liðurinn milli upphandleggs- og framhandleggsbeins handarbaksmegin hét í fornu máli ölnbogi. Nafnið er leitt af heiti framhandleggsbeinsins sem kallast öln og sett saman úr öln og bogi. Til eru hliðarmyndir af ölnbogi eins og olnbogi, olbogi og albogi. Þær eru allar gamlar í málinu en olbogi er nú einkum notað...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?

Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...

category-iconHeimspeki

Í hverju felst sókratíska aðferðin?

Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr h...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?

Í umfryminu eiga sér stað stöðugir flutningar á efnum frá umhverfinu í gegnum frumuhimnu til frumulíffæra, frá frumulíffærum til frumuhimnu og milli frumulíffæra. Þessir flutningar eru nauðsynlegir til þess að frumustarfsemi geti átt sér stað og að fruman haldi lífi. Sumir af þessum flutningum fara fram í blöðr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?

Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...

category-iconStærðfræði

Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?

Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40 og dregnar eru 5 kúlur. Ekki skiptir máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar. Ef við hugsum fyrst um fjölda möguleika á að draga 5 kúlur þannig að það skipti máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar þá eru 40 möguleikar á hvaða kúlu við drögum fyrst, 39 á n...

category-iconFélagsvísindi

Hver er algengasti gjaldmiðill heims?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvað átt er við með „algengasti“. Sá gjaldmiðill sem mest er notaður í viðskiptum landa á milli er Bandaríkjadalur. Sá sem mest er til af bankainnstæðum og skuldabréfum í er evran og sá sem flestir einstaklingar nota í daglegum viðskiptum sínum er gjaldmiðill Kína, renmin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð rafmagn til?

Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?

Koltvíildi eða koltvíoxíð myndast við svokallaða frumuöndun í lífverum, þar á meðal mönnum. Frumuöndun felst í því að sundra lífrænum efnum eins og kolvetnum og fitu til að fá úr þeim orku sem er nauðsynleg til nýmyndunar efna fyrir vöxt og viðhald. Lokaafurðir þessa efnaferlis eru vatn og koltvíildi. Þessi efnasa...

category-iconTrúarbrögð

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?

Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum...

Fleiri niðurstöður