Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 554 svör fundust
Hvað er glópagull og hvernig verður það til?
Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...
Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?
Upprunalega spurningin var þessi: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Svar við meginefni spurningarinnar e...
Hvaða þrautir leystu Borgfirðingar í vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Borgarnesi laugardaginn 12. maí 2018. Þar spreyttu Borgfirðingar og aðrir viðstaddir sig á ýmiss konar þrautum sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Þrautirnar voru átta talsins og náði enginn að leysa þær allar. Gáta Einsteins var til að mynda enn óleyst í lok dag...
Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?
Spurningin öll hljóðaði svona: Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að ...
Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?
Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...
Af hverju er sungið í kirkjum og hvernig skapaðist sú gerð tónlistar sem leikin er þar?
Eitt sinn heyrði ég bandarískan tónlistarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls staðar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu einfalda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér...
Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?
Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...
Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...
Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar. Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist v...
Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?
Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...
Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...
Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?
Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...
Hver fann Danmörku?
Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...
Er bókin The Clay Marble byggð á sönnum staðreyndum?
Bókin The Clay Marble er skrifuð af taílenska rithöfundinum Minfong Ho. Bókin segir sögu tveggja stúlkna, Döru og Jantu, og gerist í Kambódíustríðinu sem geisaði 1979-1989. The Clay Marble nálgast því skilgreiningu sögulegrar skáldsögu, þar sem hún segir frá afdrifum persóna sinna í sögulegu umhverfi, raunverulegu...
Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?
Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...