Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2257 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?

Anton Karl Ingason hefur gegnt stöðu lektors í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands frá árinu 2017 og er hann jafnframt sá fyrsti sem gegnir slíkri stöðu við íslenskan háskóla. Rannsóknarsvið hans spannar yfir setningafræði, orðhlutafræði, félagsmálfræði og máltækni. Undanafarinn áratug hefur Anton u...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða snoðir komast menn?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það? Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoð...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?

Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni. Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið bragð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?

Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?

Litín eða litíum hefur margs konar verkun á líkamann. Það verkar á frumuveggi, efnaskipti og svörun við hormónum og á taugaboð. Litín er mikilvægt lyf í meðhöndlun tvískauta lyndisröskunar (geðhvarfa, e. manic-depressive) en ekki er fullljóst í hverju áhrif þess á þessa geðröskun er fólgin. Líklega er það hamlandi...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er þotuliðið kallað svo?

Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn. Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?

Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess. Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust ...

category-iconHugvísindi

Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við?

Nafnorðið darraður var í fornu máli notað um spjót og er oftast talið tökuorð í íslensku úr fornensku daroð. Orðið kemur fyrir í fornum bókmenntum og sem karlmannsnafnið Dörruður í Njáls sögu. Samsetningin darraðardans er mun yngri. Elst dæmi Orðabókar Háskólans er frá því snemma á 20. öld. Merkingin er 'erfið...

category-iconHugvísindi

Hvernig brjóta menn odd af oflæti sínu?

Orðasambandið að brjóta odd af oflæti sínu er notað um þann sem lendir í þannig aðstæðum að hann verður að vinna bug á stórlæti sínu, láta af stolti sínu. Spjótið verður heldur bitlaust ef oddurinn hefur verið brotinn af. Það er gamalt og þekkist þegar í fornu máli. Orðið oflæti merkir ‛dramb, hroki’....

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?

Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?

Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...

category-iconStærðfræði

Ef hlutur er 60 x 90 cm, er hann þá 60 cm á hæð og 90 cm langur eða öfugt?

Spyrjandi virðist ganga út frá því að verið sé að lýsa hlut sem hefur lengd og hæð en ekki breidd. Ef svo er, duga upplýsingarnar ekki til að skera úr með óyggjandi hætti. Þó mun algengara í slíkum tilvikum að tilgreina láréttu stærðina fyrst, þannig að eðlilegra er að gera ráð fyrir að hluturinn sé 60 cm á lengd ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir guð „Guð”?

Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dö...

Fleiri niðurstöður