Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8498 svör fundust
Hve þungt er hjarta steypireyðar?
Samkvæmt japönskum rannsóknum er hlutfall hjartavöðvans um 0,5% af heildarlíkamsþyngd steypireyðarinnar (Balaenoptera musculus). Hjarta í 120 tonna steypireyði ætti þess vegna að vera 600 kg. Þyngsta hjarta sem vegið hefur verið reyndist vera 908 kg. Það var hjarta úr tarfi sem veiddist undan ströndum Suður...
Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?
Risaeðlur (Dinosauria) er afar fjölbreytilegur hópur landhryggdýra sem fyrst kom fram fyrir um 230 milljón árum. Þær voru afar áberandi og í raun ríkjandi á mið- og seinni hluta miðlífsaldar eða allt til loka krítartímans fyrir 65 milljón árum, þegar meginþorri þeirra dó út fremur skyndilega eins og frægt er. Það ...
Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?
Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...
Hvað er borgaravitund?
Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...
Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?
Hvalurinn Keiko er eins og öllum Íslendingum er kunnugt háhyrningur sem veiddur var við Íslandsstrendur fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1993 varð Keiko kvikmyndastjarna eftir að hafa "slegið í gegn" í Hollywoodmyndunum Free Willy. Eftir að hafa verið hafður í haldi við slæman aðbúnað í sædýrasafni í Mexikó í fá...
Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?
Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...
Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?
Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kamb...
Hver fann upp brauðristina?
Forn-Egyptar fundu upp á brauðgerð fyrir um 6.000 árum og listin að rista brauð breiddist út meðal margra menningarhópa eftir það. Rómverjar borðuðu mikið ristað brauð og innleiddu siðinn meðal þjóða sem þeir lögðu undir sig, þar á meðal á Bretlandi þaðan sem siðurinn fann sér leið til Ameríku. Til voru margskonar...
Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?
Ísbirnir (Ursus maritimus) verða ekki mjög langlífir í villtri náttúru en þó geta þeir vænst svipuðum aldri og aðrir birnir. Þessi ísbjörn þarf vart að vænta þess að ná mikið hærri aldri en 15 árum. Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þ...
Hvernig elda ég grátt silfur?
Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...
Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?
Það er erfitt að sýna fram á slíkt, þar sem einungis mætti horfa til eðlilegra fæðinga og útiloka fæðingar sem verða til vegna inngripa lækna og ljósmæðra, til dæmis þegar flýtt er fyrir fæðingu með svo kölluðum gangsetningum, gerðir keisaraskurðir og svo framvegis. Flest bendir til þess að fæðingar sem hefjast...
Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?
Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...
Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð?
Framfarir í augnlækningum hafa verið gríðarlegar á undanförnum árum. Eitt af því nýstárlegasta sem fram hefur komið á síðustu áratugum eru aðgerðir við sjónlagsgöllum, það er að segja nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Þessar aðgerðir voru þróaðar á síðustu áratugum tuttugustu aldar og hafa náð gríðarlegum vinsældu...
Geta anakondur étið menn í heilu lagi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað vitið þið um anakondur? Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna an...
Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...