Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4511 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?

Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu. Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettlan...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

category-iconLangholtsskóli

Hver fann upp táknmálið?

Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

category-iconNæringarfræði

Eru fæðubótarefni eins og prótínduft, kreatín og glútamín gagnslaus og peningasóun?

Aðrir spyrjendur eru: Einar Hauksson, Þórunn Heimisdóttir f. 1990, Steinar K. f. 1992, Guðrún Þóroddsdóttir og Andri Ásgrímsson f. 1988. Ágætt er að gera nokkurn greinarmun á prótíndufti og öðrum svokölluðum fæðubótarefnum, en prótínduft er í raun bara hreint prótín. Fullorðin manneskja þarf að jafnaði 0,8 g af...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jöklabréf?

Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan. Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hv...

category-iconLæknisfræði

Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?

Amalgam eða silfurfyllingar eru notaðar til að endurbyggja skemmdar eða brotnar tennur. Þetta fyllingarefni hefur verið notað í árhundruð í billjónir tanna. Talið er að fyrsta fyllingin hafi verið sett í tönn árið 1826 í Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur orðið ör þróun á tannlituðum fyllingum og eru þær annað h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í Rússlandi var fútúrismi mikill áhrifavaldur á lista- og menningarlíf á öðrum áratugi 20. aldar. Rússnesku fútúristarnar nefndu sig í fyrstu kúbó-fútúrista og töldu sig eiga lítið sameiginlegt með ítölsku fútúristunum. Meginmunur hreyfinganna fólst í því að hinir rússnesku voru ekki eins uppteknir af tækninýjungu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?

Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?

Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...

category-iconFornfræði

Hver var Eratosþenes?

Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Reykjanes það sama og Suðurnes?

Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...

category-iconStærðfræði

Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?

Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...

Fleiri niðurstöður