Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2588 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?

Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvör...

category-iconMannfræði

Hver fann upp húðflúr?

Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...

category-iconHugvísindi

Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?

Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?

Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?

Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?

Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...

category-iconLæknisfræði

Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? er fjallað á almennan hátt um ætlaða gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19. Lesendum er bent á að lesa það svar einnig. Hér verður farið nánar út í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa á ivermerctin og COVI...

category-iconMannfræði

Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...

category-iconUmhverfismál

Er kjarnorka umhverfisvæn?

Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg,...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Kristinn Schram stundað?

Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Rannsóknir hans snúa meðal annars að frásagnar- og efnismenningu hreyfanlegra hópa sem skoðuð er í tengslum við menningarlegt samhengi og menningarpólití...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?

Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...

category-iconSálfræði

Er það satt að líkur sæki líkan heim?

Já, menn dragast að jafnaði fremur að þeim sem svipar til þeirra sjálfra (Byrne, Ervin og Lamberth, 1970). Fólki líkar best við aðra á sama aldri, af sama kynþætti og með svipaða hæfileika og það sjálft í listum, íþróttum og bóknámi. Sömuleiðis er fólk líklegra til að velja sér maka sem er svipaður í útliti og það...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir voru Rómúlus og Remus?

Samkvæmt þjóðsögum voru tvíburarnir Rómúlus og Remus stofnendur Rómar. Venjan er að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum. Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Númitor átti yngri...

Fleiri niðurstöður