Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9445 svör fundust
Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?
Hestfjall dregur líklega nafn sitt af lögun, það er eins og liggjandi hestur til að sjá. Efst á því heita Hesteyru. Hitt er svo annað mál að Hestfjall var notað til hrossabeitar frá Skálholtsstað áður fyrr en það kemur nafngiftinni sennilega ekki við. Hestur og Hestfjall í Grímsneshreppi í baksýn. Nokkur önnur ...
Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?
Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu. Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalen...
Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%
Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...
Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?
Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fi...
Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?
Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...
Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...
Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?
Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar. Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá þv...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?
Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...
Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?
Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka eins...
Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...
Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?
Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...
Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?
Það sem kallast corpus callosum á fræðimáli eru hvelatengsl á íslensku. Þverskurðarmynd af heila í manni sem sýnir staðsetningu corpus callosum eða hvelatengsla. Í heilanum á okkur eru tveir helmingar sem kallast vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere). Hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans....
Hvernig fer könguló að því að festa þráð nánast lárétt milli tveggja stoða?
Köngulær sem spinna vef hefja yfirleitt verkið á því að strengja láréttan þráð á milli tveggja greina, stráa eða steina. Þegar könguló byrjar á nýjum vef spinnur hún grannan og léttan þráð sem er eins konar fyrirrennari stoðþráðar. Granni þráðurinn, sem er sennilega sá sem spyrjandi á við, er það léttur að hægu...