Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4352 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er söguskekkja?

Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...

category-iconEfnafræði

Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?

Glýseríð er efnasamband í flokki lípíða og er samsett úr glýseróli og fitusýrum. Glýseríð gegnir mikilvægu hlutverki bæði í lífverum og í matvæla- og efnaiðnaði. Glýseról er keðja af þremur kolefnisatómum með þremur hýdroxíðhópum (OH) (sjá mynd 1). Glýseról getur tengst einni, tveimur eða þremur fitusýrum og my...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconHagfræði

Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuld...

category-iconHugvísindi

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?

Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商&#...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta úlfar?

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?

Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattst...

category-iconJarðvísindi

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?

Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er reykeitrun og er hún hættuleg?

Innöndun reyks er helsta orsök dauða í kjölfar elds. Skaði af völdum reyks getur bæði verið vegna hita og vegna ertingar eða efnisskaða í öndunarvegi vegna sóts, köfnunar og eitrunar af völdum koleinildis, sem einnig er nefnt kolmonoxíð, og annarra lofttegunda eins og blásýru. Hitaskaði kemur til dæmis fram sem br...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið verkfall?

Verkföll í nútímaskilningi eru samofin baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum, sem mótaðist með stofnun og starfi verkalýðsfélaga í iðnríkjum Vesturlanda á 19. öld. Orðið verkfall sem heiti á þessari baráttuaðferð kemur fram í rituðum heimildum seint á 19. öld ef marka má ritmálssafn Orðabókar ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?

Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...

Fleiri niðurstöður